top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Menningarhöfuðborg Ítalíu '24

Updated: Mar 31

Pesaro bar sigur úr býtum í vali á menningarhöfuðborg Ítalíu 2024. Árlega er valin ein borg eða bær sem hlýtur þennan titil. Síðustu ár hafa Parma, Procida, Brescia/Bergamo verið valdar og á næsta ári, verður það Gorizia menningarhöfuðborgin 2025. Gorizia vegur salt á landamærum Ítalíu og Slóveniu og heitir Nova Gorica á slóvensku.



Önnur borg í Marche héraði fékk tilnefningu í ár en það er Ascolo Piceno sem er hreint út sagt dásamleg borg líka. Hinar átta borgirnar sem tilnefndar voru eru: Chioggia, Grosseto, Mesagne, Sestri Levante með il Tigullio, Siracusa, Paestum-Alto Cilento, Viareggio og Vicenza.


Pesaro 2025

Auk þess er Pesero heimabær Gioachino Rossini, þar sem haldin er óperuhátíð honum til heiðurs á hverju ári. Rossini hátíðin er haldin í 45. sinn í ár frá 7. -23. ágúst.


🎂 Til hamingju með 56 ára afmælið Rossini!

Jú, hann er fæddur á hlaupársdag, 29. febrúar 1792 og dó 13. nóvember 1868. Réttur aldur miðað við mannsár er hins vegar 232 ára.



Það verða haldnir 39 tónleikar þar sem fluttar verða aríur og dúettar úr þeim 39 óperur sem hann samdi. Tónleikarnir verða alla laugardaga á svölunum á fæðingarheimili Rossini og marka tímabilið frá fæðingu hans 29. febrúar til dauðadags 13. nóvember. Síðustu svalatónleikarnir eru 16. nóvember. Flytjendur eru útskriftarnemar frá tónlistarháskólanum þar í borg sem heitir eftir meistaranum.


Rossini á sinn eigin drykk, sem er náskyldur Bellini. Auðvitað. Hér er Jamie Oliver að kenna okkur að búa hann til.


Hvað gerir maður í Pesaro?

Pesaro er strandbær og þar eru frábærar strandir sem hafa grænan fána. HÉR er listi um ýmsar strendur sem hægt er að velja að flatmaga á. Það er stutt að fara í heimabæ Raffaello, URBINO. Einnig stutt að skreppa í magnaðan kastalabæ, sem heitir GRADARA. Fríríkið SAN MARINO er líka steinsnar frá eins og sést á þessu korti. San Marino á landamæri bæði að Marche og Emilia Romagna héraði. Pesaro er svo nyrsta borgin í Marche, rétt nartar í Emilia Romagna.


HÉR eru tillögur að ýmsu sem hægt er að hafa fyrir stafni ef maður heimsækir menningarhöfuðborg Ítalíu í ár.



Ekki gleyma að æfa framburðinn, því áherslan er á fyrsta atkvæði, ekki á annað atkvæði eins og oft er á ítölsku. Pesaro.



Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page