top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Maður vindanna

Updated: Oct 30

er umhverfislistaverk eftir Edoardo Tresoldi og það mætti jafnvel kalla verkin hans vindlistaverk. Verkið heitir í raun La Collezionista dei Venti sem mætti þýða sem Safnari vindstrokanna en í daglegu tali gengur verkið oftast undir nafninu Maður vindanna.


Tresoldi er þekktur fyrir skúlptúra sína úr vírneti. Þessi hálfgegnsæu sköpunarverk eru allt frá því að vera smærri verk eins og Safnari vindstrokanna, upp í risastórar innsetningar í landslagi. Það er ekki laust við að hann minni stundum á Ólaf „okkar" Elíasson.


Viðfangsefni fyrstu verka Tresoldi úr vírneti var einmitt mannslíkaminn en síðan þá hafa verkin farið stækkandi og þau orðið umfangsmeiri.


Héraðið Kalabría er táin á stígvélinu og þaðan er afar stutt til Sikileyjar yfir Messínasundið. Hingað kemur fólk til að njóta suðursins, jafnvel hins gríska suðurs á Ítalíu. Hér er að finna hinar frægu Riace bronsstyttur sem sagt verður frá í komandi pistli.


Í Pizzo Calabro, litlum fallegum strandbæ í Kalabría, búa um 9.000 manns. Margir tengja bæinn við staðinn þar sem Joachm Murat féll eða við hinn ljúffenga Tartufo ís. Þar er finna mjög áhrifamikið listaverk eftir umræddan Tresoldi sem var eitt af fyrstu verkum hans.


Edoardo Tresoldi

er ítalskur listamaður frá Milano, fæddur árið 1987, og hefur þegar öðlast frægð bæði innan Ítalíu og á alþjóðavettvangi. Honum hlotnaðist mikill heiður þegar hann vann hin virtu gullverðalun fyrir ítalskan arkitektúr árið 2016 og hann hefur einnig ratað inn á lista Forbes yfir „30 listamenn undir 30“ sem tilnefnir athyglisverðustu listamenn Evrópu.


Safnari vindstrokanna

Maður vindanna situr á brún rétt undir Murat kastalanum við aðaltorgið í gamla bænum. Frá þessum stað er stórkostlegt útsýni yfir flóann og Vindeyjarnar þar sem Stromboli ber hæst.





Hann horfir út á Tyrrenahafið og meðtekur vindinn sem kemur að landi og nýtur sólarlagsins


Puglia - Basilica di Siponto

Í einu af þekktustu verkum sínum, Basilica di Siponto, endurgerir Tresoldi kirkju frá frumkristni, úr vírneti. Verkið er staðsett í Manfredionia í Puglia héraði í rústum þar sem hafa farið fram fornleifarannsóknir í langan tíma.


Verkið stendur við hliðina á kirkju frá rómverskum tíma sem byggð var 600 árum síðar og umlykur hana að einhverju leiti. Ég hlakka til að berja þetta verk augum. HÉR getur þú lesið blogg á ensku um þessa ótrúlegu innsetningu og skoðað myndir.


Reggio Calabria

er stærsta borgin í suðurhluta Calabria og hefur mikið upp á að bjóða fyrir gesti og íbúa, Fólk kemur víða að til að skoða Riace-bronsstytturnar í fornleifasafninu. Arkitektúrinn í Reggio Calabria er að langmestu leiti í Art Nouveau stíl, því borgin hrundi nánast til grunna árið 1908 í jarðskjálfta sem var 7.5 á Richter. Á þeim tíma sem uppbyggingin stóð yfir var þessi byggingastíll í tísku.



Meðfram strandlengjunni er að finna annað verk eftir Tresoldi sem heitir OPERA sem pantað var af borginni árið 2018 og vígt árið 2020.

Staðsetningin er tilvalin fyrir verkið og var valin til að fagna sambandi staða og manna í gegnum tungumál klassískrar arkitektúrs og þess sem áður var (absent matters).


Verkið er risastórt, með 46 súlum sem eru 8 metra háar, á 2,500 m2 svæði. Þær eru upplýstar á nóttunni sem eykur upplifunina umtalsvert. Meðfram ströndinni eru líka breiðgata þar sem borgarbúar fara að spássera. Falleg tré, glitrandi ljós og það sést greinilega yfir til Sikileyjar sem er einungi s3 km í burtu. Núna minna súlurnar á hina fornu sögu borgarinnar.


Deilur um verkið OPERA í REGGIO CALABRIA

Ekki er hægt að neita því að súlurnar hafa verið umdeildar. Fyrst og fremst var það verðmiðinn á verkinu, 950,000 evrur. Há upphæð fyrir svona litla borg og ekki var óskað eftir formlegum tilboðum í verkefnið.


Svo kom vindurinn, sem er verulega sterkur við sundið, og í febrúar 2022 byrjuðu að minnsta kosti tvær súlur að sveiflast og halla sér með raunverulegri hættu á að falla. Andstæðingar súlanna settu upp skilti “Via col vento,” sem er ítalska nafnið á frægri mynd, Gone with the Wind!


Súlurnar hafa síðan verið lagfærðar og Opera er nú varanleg uppsetning við strandgötuna í Reggio. Kannski mun verkið ekki eiga eins langa lífdaga og hin fornu hof sem stóðu og standa beggja vegna Messina-sundsins en verkið mun vafalaust áfram verða uppspretta umræðu í framtíðinni.


Hér er lýsing á því hvað listamaðurinn á við með absent matter.


Fyrsta ferðin í beinu flugi frá Íslandi til Kalabríu var farin 7. - 17. október 2024 á vegum Heimsferða. Var svo heppin að vera fararstjóri í þeirri ferð ásamt Heru Sigurðardóttur. Með okkur í för var Karlakór Akureyrar- Geysir sem söng m.a. á fallegum stað í Reggio Calabria þar sem sést yfir til Sikileyjar. Má til með að láta fylgja eina mynd af því. Við vonum svo sannarlega að framhald verði á ferðum þangað.



Heimildir víðsvegar af veraldarvefnum m.a. hér.

Recent Posts

See All

Comentários

Avaliado com 0 de 5 estrelas.
Ainda sem avaliações

Adicione uma avaliação
bottom of page