top of page

Hvítt og rautt í Marche

  • Writer: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
    Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
  • Apr 17, 2024
  • 2 min read

Updated: Jun 27, 2024

Björn Ingi Knútsson sem á og rekur Vínskólann við vatnið hefur verið að setja fróðleiksmola á blað fyrir okkur sem ætlum í Bragðlaukaferðina til Marche í september.


Hann hefur verið vínáhugamaður í yfir 30 ár og hefur tekið margar alþjóðlegar víngráður þ.m.t. Italian Wine Scholar sem er próf í ítölskum vínfræðum og víngerð. Þá hefur Björn Ingi einstakt dálæti á vín og matpörun og þar er Ítalía í miklu uppáhaldi.

 

Það er ekki seinna vænna að byrja upphitun.



Hér er eru tveir nýlegir pistlar frá Birni


Hvítar þrúgur

Verdicchio er þekktasta hvíta þrúgan í Marche og er um 13% af heildar ræktun á þrúgum í Marche. Nafn þrúgunnar er tengt orðinu verde = grænn með skírskotun í græna litinn á þrúgunni sem einnig skilar sér oft sem fölur blær í víninu sjálfu. Verdicchio hefur aðlaðandi sítrónu og blómailm en er einnig með léttan keim af steinefnum og oft má finna ögn af hnetukeim í víninu. Verdicchio er hátt í sýru og hefur góðan "structure" og á það til að vera nokkuð hátt í áfengisprósentu. Verdicchio þroskast einkar vel og hefur góða aðlögunarhæfni við eik.


Aðal vínræktarsvæðið fyrir Verdicchio er Castelli di Jesi sem er miðsvæðis í Marche og nær upp í Appenínafjallgarðinn.



Við munum fjalla um það betur síðar, hvet ykkur til þess að kynna ykkur þessa þrúgu, það fást tegundir af Verdicchio í vínbúð allra landsmanna. 💛



Rauðar þrúgur

Það eru einkum tvær tegundir sem eru hvað útbreiddastar í Marche með samanlagt 40% af heildinni. Þetta eru Sangiovese og Montepulciano. Sangiovese er hvað þekktust í Toskana og Montepulciano er uppruninn í nágranna fylkinu Abruzzo. Þessum þrúgum er oft blandað saman í víngerðinni og svo líka sem stakar þrúgur.


Sangiovese er ræktuð meira í norðurhluta Marche en Montepulciano er sterkara í suðurhlutanum. Vín úr þessum þrúgum eru gjarnan höfug (full body) dökkrauður litur og há í áfengisprósentu og þroskað tannín, ávaxtarík og dökk kirsuber eru áberandi í prófílnum. Mörg af þekktustu vínum Marche eru framleidd úr þessum þrúgum.







Hér er nokkrir vín- og matarpistlar sem Ágústa Sigrún em er í forsvari fyrir Flandrr, hefur skrifað.

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page