top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Gönguleið forfeðranna

Updated: Mar 31

Það er auðvelt að tengja við nafnið á þessari gönguleið sem heitir á frummálinu Sentiero degli avi.

Það munar ekk nema einu "effi" að þetta sé afi, enda er það merking orðsins - gönguleið áanna.


Hugmyndin að þessari gönguleið varð til árið 2020 í framhaldi af opnungönguleiðar sem kallast þegar Alta via dei Pastori eða gönguleið smalanna. Það skapaðist svo góð stemming í kringum þá vinnu að þau vildu halda áfram og hugmyndin að göngleið forfeðranna varð til.


Undir leiðsöng frá CAI (Club Alpino Italiano) eða Ítalski Alpaklúbburinn skipulögðu þau þennan hringveg sem innifelur fjallabæinn Montefegatesi og fjallshrygginn Monte Coronato sem hluta af leiðinni. CAI eru landssamtök sem stofnuð voru árið 1863 og eru ekki eru rekin í hagnaðarskyni, opin öllum. Klúbburinn stundar fjallamennsku í öllum sínum margvíslegu myndum, en einnig rannsóknir og kannanir á vistkerfum þar sem fjöll komu við sögu, hvernig hægt er að vernda svæði og gera aðgengið þannig að náttúran líði ekki fyrir.


Oftast er byrjað í kverkinni við bæinn Montefegatesi sem stendur í 847m hæð. Þaðan er gengið upp eftir, í gegnum skóglendi á skógarstígum og götum.


Ágústa og Fiorella
Ágústa og Fiorella

Við rákumst á greiðasölustað sem þar sem af Boðið var upp á pönnukökur úr kastaníuhnetumjöli, heimagert limoncello og köku sem minnti á hjónabandssælu.


Þetta var hún Fiorella sem býr með bróður sínum rétt hjá og þau reka lítinn gististað saman sem kallast La Castellaccia. Þegar hún veit af göngufólki í grenndinni einhendir hún sér út í greiðasölustaðinn og opnar fyrir gestum og gangandi.


Auðvitað var vel skenkt af hvítvíni og rótsterkur espresso í lokin. Þetta var ágætis eldsneyti áður en við héldum leið okkar áfram upp á topp á Monte Coronato.


Gönguleið forfeðranna er um 12km og hækkun er um 750m.


Ég hef tekið eftir því að hækkun er tilgreind með öðrum hætti í göngulýsingum á Ítalíu. Þar er tiltekin sú hækkun OG lækkun sem farin er og þær tölur lagðar saman og kallast dislivello eða hæðarmismunur. Við erum ekki vön þessari aðferðafræði hér heima. Við tölum um hækkun, sem eru þá metrar í landslaginu, upp á við. Gönguleið forfeðranna er t.d. sögð vera 750 metra hæðarmismunur, en búnaðurinn minn sagði að hækkunin hafi verið rúmir 400 metrar upp á topp, áður en haldið var niður á við.


Monte Coronato ber svo sannarlega nafn með rentu, því það er kóróna á toppnum. Stórir steinar sem er eins og hafi verið lagðir í hring til að krýna fjallið. Hér er gönguleið forfeðranna í myndmáli. Reyndar kláraði ég rafhlöðuna á símanum mínum þegar á toppinn var komið.




Þegar komið var á toppinn á MOnte Coronato í 1218 m hæð var útsýnið auðvitað dásamleg þar sem sést alla leið til sjávar Miðjarðarhafsmegin og skemmtileg sýn yfir þrjú þorp sem þar standa. Leiðin á toppinn er mjög þægileg, hallinn góður, ekkert klifur og góðir stígar.


Flóran á þessu svæði þykir einstaklega áhugaverð því verðurskilyrðin eru skilgreind sem micro-clima.


Á niðurleiðinni er hægt að bæta við smá út-úr-dúr sem er heimsókn á svæði þar sem áður vorur myllur í fullri starfsemi við að mala kastaníur og búa til mjöl. Þarna eru fornar rústir, lækir og litlir fossar sem tengja mann við gamla tímann og lífið á þessum slóðum.


Við kynntumst enn einni perlunni á niðureiðinni, en þar er agriturismo, sem er svona bændagisting og þjónusta við ferðamenn. Þar fengum við miklar velgjörðir, höfðum pantað okkur mat og drykk.





Agriturismo Prato Fiorito er eigu skólbróðurs hans Roberto Ragghianti sem var leiðsögumaðurinn okkar í þessari ferð. Þau Erica og Enrico fluttu aftur heim eftir veru sína í Milano og eru núna að taka á móti ferðamönnum og búa til hunang, rækta blóm ásamt grænmeti og kartöflum. Jörðin er búin að vera í eigu fjölskyldunnar frá 1978 og þau hafa byggt upp húsakostinn og plantað trjám og endurheimt svæði sem var komið í mikla órækt.


Þarna fengum við aldeilis trakteringar og gott var að hvíla lúin bein áður en við kláruðum niðurgönguna til Montefegatesi.


Öll gönguleiðin er ca. 5-6 tímar en viðbætist dýrmætur tími sem við verjum hjá Fiorellu og þeim Ericu og Enrico.


Þegar komið var til Montefegatesi var hægt að fara á eina barinn í bænum og fá sér drykk en svo er alveg nauðsynlegt að fara að heimsækja Dante Alighieri sem stendur efst í bænum. Minnismerkið er tilkomumikið og skv. áreiðanlegum heimildum stendur það í hæst (850 m) af öllum minnismerkjum og styttum af Dante í heiminum. Ástæðan fyrir staðsetningunni er sagan um að Dante hafi komið til Orrido di Botri og heillast af þröngum gljúfrunum og notað það sem innblástur í fyrsta kafla Gleðileiksins guðdómlega, Víti. Dulúðlegur staður, hættulegur á köflum og með fleiri þjóðsögulegar tengingar við karlinn í neðra. HÉR er meira um það. Annars er rík hefð fyrir því í bænum að minnast tengingnarinnar við Dante og bæjarbúar gera í því að skreyta umhverfið með tilvitnunum í Víti, Skírnarfjal og Paradís.


Bærinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í gegnum tíðina, staðsetningin þannig að hægt er að fylgjast með ferð óvina um nærliggjandi dali í allar áttir. Um tíma var bærinn sjálfstjórnarvæði en hér gerðust líka hræðilegir atburðir í seinni heimsstyrjöldinni sem gleymast seint og hægt er að kynna sér það á aðaltorginu, eina torginu í bænum.



Í dag búa um 100 manns í þorpinu en margir brottfluttir íbúar eiga enn hús hérna og koma til sumardvalar. Það var mikil fólksflótti héðan til nýja heimsins á 18. og 19. öld en margir halda tryggð við heimabæ forfeðra sinna. Á aðvetntunni breytist bærinn í eina stóra jötu. Mikill metnaðru ríkir meðal íbúa að útbúa hið kaþólska mótív af jesúbarninu í fjarhúsinu og öll umstanginu í kringum það.


Leiðin liggur til Bagni di Lucca og þann 16. júní ætlum við að fara gönguleið forfeðranna sem er góð upphitun fyrir þjóðhátíðardaginn.






Þeir aðilar sem hafa staðið að lögn og viðhald göngustíganana Sezione R. Nobili di Castelnuovo Garfagnana, le Associazioni Trekking Pegaso, Jurassic Bike, Società Ermete Zacconi di Montefegatesi, con la collaborazione della Pro Loco di Bagni di Lucca e con il sostegno del Comune di Bagni di Lucca e dell’Unione dei Comuni della Media Valle del Serchio,


Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page