top of page
Writer's pictureÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Capri og Villa San Michele

Updated: Aug 2, 2022

Þeir eru margir furðufuglarnir sem maður rekst á í fararstjórinni, svona sögulega séð. Mér finnst gaman að reyna að átta mig á þessum skemmtilegu karakterum. Hef gert nokkra slíka pistla sem ég lista hér að neðan.


Axel Munthe (31.101857 – 11.2 1949)

En pistill dagsins er um Axel Munthe sem var sænskur læknir, fæddur í Oskarshamn en settist að á Ítalíu. Þegar allt er talið bjó hann 67 ár fjarri upprunalandinu. Hann er helst þekktur fyrir að vera höfundur The Story of San Michele / Sagan um heilagan Mikael, sem er sjálfsævisöguleg skáldsaga. Bókin kom út á ensku í London árið 1929. Skrifin hans eru léttleikandi og fjalla mestmegnis um atburði í eigin lífi, en oft er fyrir að finna dökkan undirtón. Sorgin og harmurinn eru ekki langt undan og hann tekur sér oft dramatískt skáldaleyfi til að skreyta frásögning, jafnvel breyta mikilvægum staðreyndum. Hann skrifaði fyrst og fremst um fólk og sérkenni þess, dró fram veikleika bæði ríkra og fátækra, en dýr og dýravernd voru honum greinilega mjög hugleikin. Í bókinni skrifar hann m.a. samtöl við dýr og yfirnáttúrulegar verur og síðasta kaflann lætur hann reyndar gerast eftir eiginn dauða þar sem hann spjallar við Lykla-Pétur sjálfan sem gætir Gullna hliðsins.

Hann segir sjálfur um bókina: "Það gerist á hinu hættulega landi, sem liggur milli ímyndunar og veruleika."

Bókin er ein af fyrstu alþjóðlegu metsölubókunum og hefur hún komið út á 52 tungumálum. Bókin kom út á íslensku 1933 og það voru Karl Ísfeld og Haraldur Sigurðsson sem þýddu. Víða rekst maður á staðhæfingu þess að hún sé þriðja mest lesna bókin í heiminum á eftir Biblíunni og Kóraninum!?


En hvernig kom það til að hann byrjað að gera upp kapellu sem komin var í eyði?

Þegar hann var 19 ára (1876), fór hann í siglingu sem átti viðkomu á Capri. Þræðandi hinn bratta Fönikustiga sem liggur upp í efri bæinn á eyjunni (Anacapri) rakst hann á rústir af kapellu nokkurri sem var helguð heilögum Mikael og hafði verið byggð á rústum rómverskarar villu í eigu Tíberíusar Rómarkeisara. Axel dreymdi um að eignast bygginguna og gera hana upp.


Árið 1884 fór hann til Napoli til að sinna sjúklingum sem smitast höfðu af kóleru, þar sem faraldur gekk yfir.


Árið 1887, 11 árum eftir að hann kom fyrst til Capri, keypti hann Villa San Michele og byrjað að gera hana upp, mest sjálfur en fékk líka eyjaskeggja, þrjá syni og föður þeirra til að hjálpa til.


Árið 1890 þegar vinnan við San Michele var farin að koma við pyngjuna, opnaði hann læknastofu í Róm sem þjónaði tignu erlendu fólki sem gat borgað vel fyrir þjónustuna en á sama tíma bauð hann fátækt fólk velkomið á læknastofuna til sín. Frá þessum tíma þá deildi hann tíma sínum á milli Rómar og Capri.



Útsýnið frá Villa San Michele er frábært. Þessi 3.200 ára gamall Sfinix prýðir veröndina. Sagt er að ef maður leggur höndina á hliðhans geti maður óskað sér einhvers.


Það eru margir mjög verðmætir safngripir sem Axel viðaði að sér. HÉR eru nokkrir þeirra.


Garðurinn er mjög fallegur og svo sannarlega hægt að mæla með heimsókn þangað.


Læknirinn

Munthe lærði til læknis í Frakklandi og útskrifaðist sem læknir í París aðeins 23 ára gamall (1881) og opnaði læknastofu þar. Í fyrstu voru það aðallega Norðurlandabúar í París, sem leituðu til hans. En brátt komst hann i samband við starfsmenn sænsk—norska sendiráðsins, og það átti eftir að skipta miklu máli í lifi hans, að sjálfur sendiherrann Georg Sibbern, fékk traust á hinum unga lækni. Axel var líflæknir Viktoríu Svíadrottningar, sem glímdi bæði við heilsuleysi og andleg veikindi og var hún tíður gestur í Capri. Hann verður nokkurs konar tískulæknir og sérfræðingur í geðlækningum þessa tíma.

Munthe reyndi að forðast lyfseðilsskyld lyf eins og hægt var. Hann mælti oft með dáleiðslu, tónlist, hreyfingu og að fá sér gæludýr. Hann tók þátt í leit Louis Pasteur að bóluefni við hundaæði og talaði fyrir líknardrápi. Hann var opinberlega ósammála ríkjandi skoðunum þess tíma um samkynhneigð.


Skringileikinn

Axel far klárlega sérvitringur. Fyrir utan það að sanka að sér sérkennilegum og mörgum gæludýrum þá var hann maður mótsagna og illsamrýmanlega eiginleika. Hann var fálátur gagnvart umheiminum, en jafnframt haldinn sterkri löngun til að láta að sér kveða og komast áfram i lífinu. Hann var afar upptekinn af misskiptingu auðs en sinnti vel borgandi sjúklingum gegn ríkulegri þóknun þess á milli sem hann gaf fátækum þjónustu sína. Hann sagðist vera "misanthrope" (kunna betur við dýr en menn), en lagði líf sitt í hættu til að hjálpa fórnarlömbum kólerufaraldursins í Napólí (1884) og Messina jarðskjálftanum (1908). Hann vildi frekar einfaldan mat og föt, en samt var Villa San Michele full af dýrum fornminjum.



Ultima og Hilda

Axel Munthe var tvígiftur. Fyrri konan hans var sænks Ultima Hornberg (1861-1895) og seinni konan hans var bresk og vellrík, Hilda Pennington Mellor (1882-1967). Með Hildu eignaðist hann tvo syni, Peter and Malcolm. Þau Hilda hættu reyndar sambúð. Það er grátbroslegt að uppgötva að nafnið á fyrri konu Axels, "ultima" þýðir, "sú síðasta" á ítölsku...


Dýravernd

Sem talsmaður dýraverndar, keypti hann landsvæðið fyrir ofan Villa San Michele fyrir fuglafriðland. Með því vildi hann koma í veg fyrir veiði á villtum fuglum í gildrur sem var vel borgandi bransi á Capri á þeim tíma. Þetta er fjallshlíð með einskonar hreiður á toppnum þar sem stendur þúsund ára gamall kastali, Castello Barbarossa eða kastalinn hans Rauðskeggs og er um 55,000 fermetrar.


Síðustu árin

Axel yfirgaf Caprí árið 1943 og síðustu æviárunum varði hann í konungshöllinni í Stokkhólmi sem gestur Gústafs 5. Svíakonungs. Hann deyr 91s árs að aldri. Nokkrar af eignum hans eru nú söfn eða menningarmiðstöðvar. Hann arfleiddi sænsku þjóðina af Villa San Michele ásamt 5 öðrum húsum sem hann átti í Anacapri. Villan er í umsjón sænsks félags sem býður gesti velkomna, hýsir fræðifólk, sænska ræðismanninn og stendur fyrir menningarviðburðum. Félagið heldur einnig við fuglafriðlandinu hans Rauðskeggs í bakgarðinum.


Þegar Axel lést árið 1949 fannst flugmiði til Napolí í vasa hans, en hann hafði ætlað sér að komast í síðasta sinn til Villa San Michele.


 

Önnur bók eftir Axel Munthe

Hér getur þú lesið Letters from a Mourning City á vefnum.



Nokkrir pistlar um sérvitringa og furðufugla

Erazem eða Hrói höttur þeirra Slóvena

Kameljónið Casanova - sjarmör og njósnari

Puccini - smá slúður

 

Hér er ágætt Youtube video um Villa San Michele


Viale Axel Munthe, 34

80071 Anacapri (NA)

081 837 14 01


Nánari upplýsingar
149 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
bottom of page