top of page

Befana og jólasveinninn

Writer's picture: Ágústa Sigrún ÁgústsdóttirÁgústa Sigrún Ágústsdóttir

Ef þú átt leið um Lappland geturðu heimsótt jólasveininn! Þú getur líka skrifað bréf til jólasveinsins í Rovaniemi í Finnlandi.


Ef þú átt leið um Ísland, þá geturðu heimsótt 13 jóla sveina, já nei, Grýlu, já nei..., þú getur heimsótt Skessuna í Keflavík.


Ef þú átt leið um Marche hérað á Ítalíu geturðu heimsótt Befana húsið í bænum Urbania í Marche héraði. Það er skemmtileg tilviljun því þar lagði ég stund á ítölskunám um skeið á síðustu öld. Skólinn sem ég var í heitir Centro Studi Italiani og er enn starfandi. Húsið hennar Befana var ekki til þá, en gaman að sjá hvernig bærinn nýtir sér þessa þjóðasögu til að laða að sér gesti. Þar fer fram Befana hátíð 3. - 6. janúar ár hvert. Við eigum hins vegar álfa og huldufólk sem sér um að kveðja jólin fyrir okkur á þrettándanum.


Húsið hennar er opið allt árið en þessa fyrstu daga í janúar er mikið um dýrðir og gestir koma víða að. Gamla konan kennir gestum ýmislegt handverk og gamlar vinnsluaðferðir og segir sögur sem tengjast Urbania og nágrenni. Auðvitað er boðið upp á allt mögulegt að drekka og borða úr staðbundinni matargerð. La Befana hefur sitt eigið pósthús á aðaltorginu þar sem yngsta fólkið getur skilið eftir bréf til hennar þar sem þau úttala sig um það sem þau langar að fá. Þess ber að geta að La Befana sér allt og veit allt og er tilbúin með kolamola að gefa óþekku börnunum ef þau eru ekki þæg.


La Befana er gömul kona sem flýgur á kústi aðfaranótt 6. janúar og gefur börnum gjafir.

La Befana flýgur úr klukkuturninum í Urbania og dreifir sælgæti yfir mannfjöldann
La Befana flýgur úr klukkuturninum í Urbania og dreifir sælgæti yfir mannfjöldann

En hvaðan kemur þessi gamla kona?


Ein sagan segir:


Heródes konungur gaf út þau fyrirmæli á sínum tíma að öll sveinbörn skyldu deydd. Þetta gerði hanni til að koma í veg fyrir að spádómar rættust sem boðuðuð fæðingu KONUNGSINS.


Móðir ein fékk heimsókn frá útsendara Heródesar sem hrifsaði af henni nýfætt barn. Sagt er að móðirin hafi brugðist þannig við að hún hvorki grét né sýndi nokkur sorgarviðbrögð en sannfærði sig þess í stað um að barnið væri bara týnt" og ákvað að fara að leita að því. Hún setti allar eigur sonar síns inn í borðdúk og vöðlaði honum saman og bar á bakinu og lagði af stað í ferð til að finna þenna týnda” son sinn.


Hún hélt loks að hún hefði fundið hann þegar hún kom inn í fjárhús eitt og sá ungan svein liggjandi í jötu. Hún lagði eigurnar sem voru í borðdúknum við jötuna og gaf barninu. Faðir barnsins undraðist þessa heimsókn þegar hann sá að þetta var gömul kona, gráhærð og tekin í framan.


Unga barnið var auðvitað Jesús sjálfur og í þakkætisskyni fékk hún þá blessun að í einn dag, einu sinni á ári um alla eilífð, skyldu öll börn jarðarinnar verða hennar. Hún fékk nafnið BEFANA, sem þýðir Sá sem færir gjafir".


Upp frá því ferðast hún um alla heimsbyggðina á kústi og færir börnum gjafir. Að morgni 6. janúar eru sokkar barnanna fullir af glaðningi frá BEFANA en hún kemur einmitt niður í gegnum strompinn og hagar sér að mörgu leiti eins og jólasveinnin. Í staðinn skilja foreldrarnir eftir hressingu fyrir gömlu konuna, þau leggja fram: brokkolíkál, kryddpylsur og glas af víni.


Önnur útgáfa segir:


Á leið sinni til Betlehem bönkuðu vitringarnir þrír upp á hjá konu til að spyrja til vegar. Þegar Befana opnaði dyrnar hélt hún á kústi í hendinni en bauð þeim inn. Eftir að hafa þegið mat hjá henni buðu þeir henni með í för sína í leit að Jesú. Hún afþakkaði það vegna þess að hún þurfti að gera hreint heima hjá sér og þvo þvotta. Þegar þeir voru farnir skipti hún um skoðun og safnaði saman nokkrum hlutum af heimili sínu sem hún tók með sér til að gefa Jesú. Hún leitaði og leitaði án árangurs. Öllum börnum sem urðu á vegi hennar gaf hún sælgæti í von um að það barn væri Jesúbarnið. En hún fann aldrei vitringana þrjá og ekki heldur Jesúbarnið. Einu sinni á ári sést til hennar verandi að leita.


Marche er vel þess virði að heimsækja


Hér eru ýmsir pistlar sem ég hef skrifað um héraðið.


Farin verður göngu- og dekurferð til Marche héraðs þann 6. júní og farið í léttar göngur og gert vel við sig. Þetta er 10 daga ferð og síðustu tvo dagana verður gist í Verona þar sem við kynnumst borg ástarinnar.


Vinsælar ferðir til Marche héraðs á Ítalíu. Þátttakendur í fyrstu tveimur ferðunum.
Vinsælar ferðir til Marche héraðs á Ítalíu. Þátttakendur í fyrstu tveimur ferðunum.

Recent Posts

See All

1 Comment

Rated 0 out of 5 stars.
No ratings yet

Add a rating
Guest
Jan 11
Rated 5 out of 5 stars.

Athyglisvert

Like
Uppruninn
  • Facebook
  • Instagram

Flandrr ferðamiðstöð varð til sem umgjörð og samnefnari fyrir ferðablæti Ágústu Sigrúnar.

 

Í hinu alræmda kófi magnaðist ferðaþráin mjög mikið og Ágústa ákvað að bjóða landsmönnum í sýndarferðalög í gegnum Zoom. Heimsferðir stukku strax á þessa hugmynd og þegar upp var staðið höfðu orðið til 10 sýndarferðalög og yfir 10.000 manns höfðu tekið þátt.

Í framhaldinu fannst henni eðlilegt að útfæra allan þann fróðleik sem hún hafði bætt við sig með einhverjum hætti og pistlaskrifin hófust. Í kjölfarið urðu til hugmyndir að ferðum sem mótast af hennar áhugasviði sem eru hreyfing, menning, tónlist og léttleiki.  

 

Heimsferðir eru söluaðili ferðanna og sjá um bókanir, innheimtu, skilmála og tryggingar skv. ferðakskrifstofuleyfi nr. 2022-028 gefnu út af Ferðamálastofu.​

Flandrr ferðamiðstöð

© 2023 Flandrr. Website by CC Website Design.

bottom of page